Iittala Kastehelmi kertastjaki
Iittala Kastehelmi kertastjaki
Litlar birgðir: 1 eftir
Afsláttarkóðinn 2025 er virkur! Gleðilegt nýtt ár
Tímalaus hönnun frá Iittala.
Kertastjakinn er glær og er stærðin 6,4cm.
Kastehelmi vörulínan frá Iittala var hönnuð af Oiva Toikka árið 1964. Hún minnir óneitanlega á dögg í íslenskri náttúru, en finnska orðið Kastehelmi þýðir einmitt daggardropar.
Iittala er finnskt hönnunarfyrirtæki sem hannar og framleiðir skrautmuni og borðbúnað fyrir heimili. Saga Iittala hófst árið 1881, en til að byrja með framleiddi fyrirtækið margskonar glervörur. Í byrjun 20. aldar færði fyrirtækið út kvíarnar með því að hefja framleiðslu á leirvörum og síðar á stálvörum. Hugmyndafræði Iittala er mótuð að miklu leiti eftir hönnuðinum Kaj Franck sem sagði að allir hlutir ættu að vera nytsamlegir, endingargóðir og hagnýtir.