Persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga hjá Hjálpartækjaleigunni

Almennt 

Vinnsla Hjálpartækjaleigunnar á persónuupplýsingum þeirra sem kaupa vörur. í gegnum netverslun fer fram á grundvelli laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“). Í tilkynningu þessari má finna upplýsingar sem Hjálpartækjaleigan ber að veita kaupendum.

Af hverju vinnur Hjálpartækjaleigan með persónuupplýsingar kaupenda og meðlima?

Hjálpartækjaleigan safnar og vinnur með persónuupplýsingar kaupanda í þeim tilgangi að afgreiða pöntun og afhenda vöru á réttum stað á réttum tíma. 

Á hvaða lagagrundvelli vinnur Hjálpartækjaleigan með persónuupplýsingar kaupenda og meðlima?

Vinnsla á persónuupplýsingum kaupanda er nauðsynleg í þeim tilgangi að efna við hann samning og byggir því á 2. tl. 9. gr. persónuverndarlaga. 

Aðgangur þriðja aðila

Hjálpartækjaleigan notar upplýsingatæknikerfi sem auðvelda skráningu, utanumhald og miðlun á upplýsingum. Þjónustuaðilar kunna að hafa aðgang að upplýsingum í tengslum við þjónustu þeirra við kerfin. Trúnaðarsamkomulag er gert við viðkomandi sem kveður á um skyldu hans til að gæta fyllsta trúnaðar, tryggja öryggi og fara eingöngu með persónuupplýsingar í samræmi við fyrirmæli samtakanna.

Hvað geymir Hjálpartækjaleigan upplýsingar lengi?

Upplýsingar um kaup eru geymd að lágmarki í sjö ár í samræmi við lög nr. 145/1994 um bókhald.

Hver eru réttindi kaupenda og meðlima?

Einstaklingar njóta ákveðinna réttinda samkvæmt persónuverndarlögum, svo sem réttar til að afturkalla samþykki sitt, fá aðgang að gögnum, fá rangar eða villandi upplýsingar leiðréttar, persónuupplýsingum verði eytt, hindra að unnið verði með persónuupplýsingar, flytja eigin gögn og leggja inn kvörtun hjá Persónuvernd.

Hvert á ég að leita fyrir frekari upplýsingar?

Þú getur haft samband við okkur í gegnum netfangið david@htl.is ef þú vilt fá frekari upplýsingar um hvernig Hjálpartækjaleigan meðhöndlar þínar persónuupplýsingar.

Upplýsingar um ábyrgðaraðila

Hjálpartækjaleigan er í hlutverki ábyrgðaraðila þegar kemur að vinnslu persónuupplýsinga um einstaklinga sem tilkynning þessi tekur til.

Samskiptaupplýsingar ábyrgðaraðila:

  • htl ehf
  • kt 540923-0190
  • vsk 150083
  • Hátúni 12, 105 Reykjavík
  • Sími 518 6000
  • Netfang: david@htl.is